Fréttir
27.09.14
Fréttabrét umdæmisstjóra
Kæru Inner Wheel konur. Nýtt einkunnarorð frú Abha Gupta er Light The Path sem ég hef þýtt "Lýsum leiðina". Ég vona að leiðin okkar þetta starfsár verði björt og að við getum lýst leiðina fyrir einhverja aðra. Hlakka til samstarfsins við ykkur. Alþjóðaþing verður haldið í Kaupamannahöfn 5.-9. maí á næsta ári 2015. Stefnt er að því að sem flestir fari frá Íslandi. Allar upplýsingar um þingið er að finna á http://www.iiwconvention2015.com/en/forsiden Unnið er að því að fá tilboð í flug og gistingu. Þinggjaldið er 3.375 Evrur og innifalið í því er opnunarhátíð, vináttukvöld, hátíðarkvöldverður og lokahóf, þingdagskrá, málþing, hádegisverður og kaffi þingdagana. Nánar verður fjallað um þingið á umdæmisþingi þann 11. október í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Með Inner Wheel kveðju Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir Inner Wheel Hafnarfjörður umdæmisstjóri 2014-2015
þriðjudagur 2 júlí 07 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...