FRÉTTABRÉF 2014
27. umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi
Stjórn umdæmisins hefur tekið þá ákvörðun að fresta þinginu fram á haust og halda þingið um leið og Rótary umdæmið heldur sitt þing. Þingið verður haldið 11 október 2014 í Fjölbrautarskólanum Garðabæ og vonast stjórnin til að sjá sem flesta IW félaga og biðjum við ykkur að taka daginn frá. Nánari upplýsingar um dagskrá verður send ykkur í byrjun næsta starfsárs.
Í heimsóknum mínum í klúbbana hef ég (umdæmisstjóri) fundið fyrir miklum áhuga á sameiginlegri ferð á alþjóðaþing Inner Wheel sem haldið verður dagana 5.-9.maí 2015 í Kaupmannahöfn. Stjórn umdæmisins hefur nú þegar leitað eftir tilboðum í flug og gistingu og erum við mjög bjartsýnar á að ná mjög hagstæðum samningum. Við leggjum til að hver klúbbur stofni ferðanefnd og tilnefni tengilið, sem umdæmisstjórn getur verið í sambandi við. Vinsamlega látið ritara umdæmisstjórnar vita hver tengiliðurinn er á netfangið sifj02@gmail.com.
Með von um að sjá ykkur sem flestar á umdæmisþinginu í haust og einnig að þið sjáið ykkur fært að fjölmenna til Kaupmannahafnar í maí 2015.
Með Inner Wheel kveðju,
Sigrún Aspelund
Umdæmisstjóri starfsárið 2013-2014

