Kæru inner wheel félagar. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Enn nú er haustið komið með sínum haustverkum .Og eitthvað ánæjulegasta við það er að þá byrjar Inner Wheel að starfa af fullum krafti. Við í umdæmisstjórninni höfum þegar hafið okkar störf. Einkunarorð forseta alþjóðaumdæmisins hefur verið sett inn á heimasíðuna ásamt íslenskri þýðingu. Og umdæmisstjóri hefur nú þegar skipulagt heimsóknir í klúbbana og hlakkar til að hitta félagskonur. Ég vona að Inner wheel félagar eigi saman ánæjulegar stundir í vetur og mæti vel á fundi. Alþjóðleg áætlun Inner Wheel þetta starfsár er: Betri framtíð--Hjálpum börnum um allan heim. Við hér á Íslandi höfum verið með í alþjóðlegum söfnunum til hjálpar úti í heimi. Nú síðast í samstarfi við UNICEF þá var verkefnið "Mentun stúlkna í þróunarlöndum" Á umdæmisþingi I.W. 2011 sem haldið var á Minni Borg Grímsnesi var samþykkt framlag til þessa verkefnis í eitt ár í viðbót. Nú er þeirri söfnun lokið. Svo nú er það í höndum kvers klúbbs fyrir sig hvað hann vill gera í þessum efnum. Munum einkunarorðin okkar Treystum vináttuböndin með kærri Inner Wheel kveðju.Guðrún Sigurjónsdótttir,umdæmisstjóri

