Fréttir
15.09.11
Nýtt starfsár
Kæru Inner Wheel félagar. Þá er nýtt starfsár að hefjast. Umdæmisstjórnin hefur hafið starf sitt eins og sjá má á inngangssíðu heimasíðunnar. Einkunnarorð forseta alþjóðaumdæmisins hefur verið sett inn ásamt íslenskri þýðingu. Umdæmisstjóri hefur nú þegar skipulagt heimsóknir til klúbbanna hlakkar til að hitta félagskonur. Óska ykkur alls hins besta í starfi vetrarins. Erla Jónsdóttir, umdæmisstjóri.

